Fyrir cirka 3 vikum eða svo var 2 vikna frí í skólanum hjá
okkur. Ég og Layla ákváðum að skella okkur til Perth sem er stórborgin hérna í
Vestur Ástralíu í 10 daga. Við gistum hjá vinafólki foreldra Laylu fyrstu 5
dagana og svo restina hjá trúnaðarmanninum okkar. Við komum seinni part dags á
áfangastað svo við ákváðum að fara með konunni sem við gistum hjá á ströndina
að sjá sólsetrið sem var sko alls ekki sem verst. Næsta dag fórum við á
ströndina, kíktum í nokkrar búðir og fórum út að borða. Svoleiðis hélt fríið
áfram í lúxus lífi. Við prufuðum til dæmis paddle boarding en þá er maður á
brimbretti með árar til að róa áfram, frábært sport sem ég mæli eindregið með!!
J Svo fórum við í
dýragarðinn og líka dýragarð með dýrum sem lifa í vatni, þetta var allt mikil
upplifun og skemmtun. Við sáum líka borgarljósin um kvöld og heilt yfir var þetta æðislegt skólafrí.
Eina helgina var svo grand final í aussie rules football sem er leikur sem er
bara til í Ástralíu og er virkilega vinsæll. Mitt lið var í úrslitum en tapaði
því miður og tapaði mjög stórt, en þetta var samt skemmtileg stemmning þar sem
við grilluðum og fengum nokkra skiptinema í heimsókn til okkar. Lang flestir
íbúar Ástralíu horfa á þennan leik svo þetta var skylduáhorf. Síðan hélt
skólinn áfram og nú er soccer season í fullum gangi, það er leikur á hverjum
laugardegi og það er alltaf jafn mikil tilhlökkun hjá mér eins og þið voruð
kannski búin að ímynda ykkur! J
Er mjög heppin með lið og við erum búin að vinna alla leikina og erum mjög góð
liðsheild. Er svo að fara í svaka ferðalag á mánudaginn næstkomandi en þá flýg
ég ásamt hinum skiptinemunum til Sydney sem tekur um það bil 4 klst og við
munum dvelja þar í 4 nætur. Eftir það tekur svo við 9 daga rútuferð og útilega
því við keyrum til baka og stoppum á nokkrum túrista stöðum og gistum í tjaldi
og fleira skemmtilegt. Svo komum við til baka og þá tekur við nokkurs konar
camp með skiptinemunum þar sem við prufum fullt af nýjum hlutum eins og vatns
íþróttir. Ég mun segja ykkur meira frá því þegar ég kem til baka! Í dag var svo
seinasti skóladagurinn minn því þegar við komum til baka er komið sumarfrí
þangað til í febrúar J
Ég skelli nokkrum myndum frá fríinu með í þessa færslu en fleiri myndir getið
þið séð í myndaalbúminu mínu á facebook! Svo verð ég að biðjast fyrirgefningar
á því að hafa ekki bloggað lengi en netið er búið að liggja niðri frekar lengi
hérna hjá nýju host fjölskyldunni en vonandi er það bara komið í lag núna,
annars þakka ég lesturinn og ég heyri í ykkur síðar J
Snædís