Monday, January 18, 2016

SYDNEY, BUS TRIP & PEEL WEEK








SYDNEY + PEEL WEEK
Jú sælt veri fólkið og gleðileg jólin!! Takk fyrir gott ár og velkomin aftur eftir rúmlega tveggja mánaða „pásu“ og ég hef enga betri afsökun en að það er bara búið að vera mikið að gera. Ég ætla að skipta þessum mánuðum niður í parta og byrja á því að segja ykkur frá því þegar ég fór ásamt 10 skiptinemum til Sydney og keyrðum til baka (tæplega 4 þúsund km). Við byrjuðum á því að taka vélina til Sydney. Þegar við mættum á áfangastað tékkuðum við okkur inn og byrjuðum strax að skoða okkur um. Við fórum niður í bæ á bryggjuna og tókum svo ferju sem sýndi okkur stóru brúna  og óperu húsið. Svo borðuðum við kvöldmat á bryggjunni og héldum heim. Næsti dagur var frekar pakkaður því við fórum á brúna og gerðum nokkuð sem kallast „Bridge climb“ og við fengum leiðsögumann til að taka okkur í gegnum óperu húsið. Klifrið var alveg æðislegt, útsýnið með því besta sem ég hef séð og góð reynslusaga í bakpokann. Þegar við komum niður þá tók við óperu húsið fræga... Við fengum leiðsögn og kíktum inn í nokkra salina sem var bara fínt. Þetta var ekkert stórkoslegra en Harpan en að utan er það virkilega flott. Það sama kvöld fórum við út að borða á bát sem sigldi um meðan við snæddum kvöldverð. Það var alveg æðislegt að sjá brúna og öll ljósin um kvöld og sigla um, alveg geggjuð upplifun! Næsta dag fórum við svo á stað sem kallast „Blue Mountains“ þar sem við eyddum deginum að skoða okkur um í umhverfi með mikið af trjám og fjöllum. Svo seinasta daginn þá byrjuðum við á því að fara á markað sem virkar mjög svipað og kolaportið, þar keypti maður minjagripi og fleira svoleiðis. Síðan í hádeginu fórum við upp í hæsta turninn í Sydney og gæddum okkur á fínasta hlaðborði þar sem ég smakkaði meðal annars krókódílapylsu en það var alls ekkert spes, frekar þurrt kjöt. Á meðan maður var að borða þá snérist turninn hægt í hringi svo maður sá yfir alla borgina, ekkert smá fínt útsýni. Um eftirmiðdaginn skelltum við okkur svo á frægustu strönd í Ástralíu eða Bondi beach, hún var venjuleg miðað við þær sem ég er búin að sjá hérna en var samt mjög ánægð með að hafa séð bondi (:

Þá er Sydney ferðalagið á enda en við vöknuðum eld snemma næsta dag til að taka einka rútu alla leiðina til Perth! Það ferðalag var mjög sérstakt, útsýnið var fjölbreytt og við fengum að sjá mikið af nýjum hlutum. Ferðin tók 7 daga og við þurftum að sofa á gólfinu í rútunni á einangrunardýnum, pissa og kúka úti, fengum að fara í sturtu 2 sinnum og í bæði skiptin í 5 mínútur (með því að gera sig til fyrir og eftir), elda einfaldan útilegu mat og fleira í þeim dúr. Það var ekki það skemmtilegasta að sitja í rútu í 7 daga en góður félagskapur gerði gæfumun! Ekki eitthvað sem ég myndi gera aftur en klárlega eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af. Við stoppuðum á fullt af stöðum með myndatækifærum og langflestir Ástralir hafa ekki einu sinni prufað þetta.

Þegar við komum til baka tók við vika af vatnssporti og fleiru skemmtilegu með öllum skiptinemunum 13 (tók samt fyrst góða sturtu;)). Til dæmis fórum við á kanó, surf, prufuðum mismunandi sundlaugar, life saving club, fórum á ströndina og margt margt fleira.
Þá eru þessar þrjár vikur á enda og þetta var allt saman frábært ævintýri sem ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa. Annars er ég bara búin að vera í sumarfríi og ég þarf að segja ykkur frá því sem ég hef verið að gera í fríinu í annarri færslu, vonandi bráðlega J Takk fyrir að lesa!!

ps. ef þið hafið áhuga þá bjó einn skiptineminn til myndband úr ferðinni, skil eftir link hérna 
https://www.youtube.com/watch?v=fLg7UR1q-vo