Tuesday, July 28, 2015

FIRST WEEK!


Kings Park


 Windy Harbour
Windy Harbour

Nú hefur fyrsta vika skiptinámsins tekið enda og hún hefur verið alveg hreint frábær! Flugið gekk vel, ég flaug frá Keflavík til Osló, þaðan til Doha í Qatar og síðan á áfangastað í Perth þar sem fullt af fólki tók vel á móti okkur. Fyrstu tvær næturnar gisti ég í Perth og strax á fyrsta degi byrjaði fjörið! Við byrjuðum daginn á því að fara í dýragarð þar sem ég og Lorna (skiptinemi frá Mexico) fengum að halda á kóalabirni, klappa og gefa kengúrum að borða og sáum fleiri dýr, til dæmis: Emu, pony hesta, asna, broddgölt og dingo hund. Að því loknu héldum við á skauta, fórum í Kings Park þar sem maður hefur útsýni yfir Perth, á ströndina og að vatni þar sem ég sá svartan svan í fyrsta skipti. Dagurinn stóð svo sannarlega undir væntingum. Næstu tvær nætur gisti ég á bóndabæ hjá konu sem ræktar trufflusveppi og ég fékk að fylgjast með ferlinu og meðhöndluninni. Á föstudaginn var svo fyrsti skóladagurinn minn, allt gekk vel og fólk var mjög vinalegt og hjálplegt. Áfangarnir sem ég er í eru: Human Biology, History, English, Sports, Outdoor Education og Maths. Seinna á föstudeginum fór ég svo til fyrstu Host fjölskyldunnar sem býr á bóndabýli nálægt bæ sem heitir Northcliffe. Í fjölskyldunni eru mamman, pabbinn, tveir bræður, hundur og fullt af kengúrum í garðinum. Þau eru fínasta fólk. Um helgina fór ég svo á námskeið um hvernig á að finna trufflur með host pabbanum og einum host bróður, fórum í nokkurs konar fjallgöngu upp á stóran stein þar sem við gátum séð allan sjóndeildarhringinn, skoðuðum strönd og kletta á stað sem heitir Windy Harbour. Þar er virkilega fallegt. Annars gengur allt vel og fólkið sem ég hef verið í samskiptum við er yndislegt!
Takk fyrir að lesa! J
Snædís


//The first week in Australia has been amazing! The flight went well and a lot of people welcomed us when we arrived at the airport. At my fist day in Perth, Lorna, Lisa, Harry (previous exchange students and a man from Rotary) and I went to a „zoo“ where we got to see a lot of different animals like an Emu, Pony, Donkey and a dingo. There we also got to hold koala bears and feed and pet kangoroos. Then we went ice-skating, to Kings Park where you have the veiw of Perth,to the beach and to a river where I saw a black swan for the first time so this day was amazing. The 2 following nights I stayed at a farm with a woman who grows truffles so I got to watch the process. On Friday it was my first day of school, everything went well and people were really nice and helpful. The classes I‘m in are: Human Biology, History, English, Sports, Outdoor Education and Maths. After school on Friday I got to meet my first host family that lives on a farm near a town called Northcliffe. In the family are a mother, a father, 2 guys, a dog and a lot of kangoroos in the back yard. They are all really nice people. This weekend I went to a truffle course with the host father, went hiking to a big rock where you can see the horizon and the ocean and explored a beach and some cliffs at Windy Harbour. That was really beautiful. Anyways, everything is going well and the people I‘ve met are really nice! Thanks for reading J
Snædís

1 comment: