Í dag er ég búin að vera í mánuð hérna í Ástralíu og þetta
er búið að líða virkilega hratt! Svo er ég heldur betur orðin eldri en þegar ég
skrifaði seinast því ég varð 17 ára á þriðjudaginn í seinustu viku J Fyrstu helgina í ágúst
fórum við Layla (skiptinemi frá Belgíu, er í sama skóla) til Donnelly River.
Það er staður þar sem kengúrur eru út um allt og maður fær poka með mat til að
gefa þeim. Helgina eftir fór ég með fjölskyldunni til Albany og á leiðinni þangað
fórum við í dýragarð þar sem við fengum að halda á eðlum og snákum. Við
stoppuðum í öðrum dýragarði á bakaleiðinni og þar fékk ég að sjá kameldýr, lamadýr,
kengúrur, kóalabirni og fleira. Á afmælisdaginn gisti ég hjá Laylu og dagurinn
byrjaði á súkkulaðiköku sem host-mamma hennar bjó til. Ég fór í skólann og það
var mjög fínt, síðan fór ég út að borða með Laylu og 4 öðrum stelpum úr
skólanum. Vikan hélt svo áfram og á föstudeginum gisti ég aftur hjá Laylu og
morguninn eftir fór ég á minn fyrsta ástralska fótbolta leik (þá er ég að tala
um football ekki soccer). Við vorum þar allan daginn og horfðum á tvo leiki.
Það var mjög fínt veður, hitastigið fór yfir 20 gráður og það var nánast enginn
vindur (það er vetur í Ástralíu núna). Á sunnudeginum var ég komin aftur heim
og fór að vinna aðeins á bænum með host foreldrunum, aftur var veðrið alveg
frábært. Vikan byrjaði svo aftur á mánudeginum og allt gengur sinn vana gang.
Ég er búin að mynda rútínu núna sem er þægilegt og mér finnst mjög skemmtilegt
í skólanum. Ég hlakka til að fara í skólann og hitta alla krakkana, og svo er
oft stemmning í skólabílnum og ég er búin að kynnast fólkinu þar líka! Ég er
búin að fara á 2 fótboltaæfingar með nokkurs konar áhuga liði í Manjimup, á
fyrstu æfingunni vorum við 6 og á seinni voru ég og umboðsmaðurinn einu sem
mættu en ég tók þá bara æfingu sjálf. Þetta er auðvitað ekkert eins og heima en
í október byrjar sumar tímabilið og þá eru krakkar á mínum aldri sem æfa og stelpur
og strákar spila saman. Það hljómar vel og ég er orðin mjög spennt fyrir því J Skrifa svo síðar, takk
fyrir að lesa!! Bkv, Snædís
No comments:
Post a Comment