Friday, September 25, 2015

CAPE TO CAPE + PERTH

Við Molly eftir 8klst göngu



Útsýnið

Skiptinemarnir í vestur Ástralíu 

Við Layla með trúnaðarmanninum okkar Paul og Ross sem er yfir öllu 

Miðvikudaginn 16 september lagði ég af stað ásamt nokkrum krökkum úr skólanum í þriggja daga göngu. Svæðið heitir Cape to Cape og er nokkuð þekkt gönguleið hérna í vestur Ástralíu. Við byrjuðum á því að fara með rútu að dropasteinshelli þar sem við fengum smá leiðsögn og skoðuðum okkur um. Eftir það byrjuðum við að labba af stað og löbbuðum í um það bil einn og hálfan tíma eða um 4-5km í sól og blíðu. Útsýnið var alveg fáránlega fallegt og við tókum öll fullt af myndum. Svo lá leiðin á tjaldsvæðið þar sem við settum um tjöldin okkar og elduðum kvöldmat. Næsti dagur var ætlaður mikilli göngu en við löbbuðum um 30km og vorum að í 8 klst. Þann dag var virkilega heitt og sólin skein allan tímann. Stígarnir sem labbað er á eru misjafnir en stundum var skógur, stundum vegur og stundum sandur. Það var lang erfiðast að labba í sandinum og sérstaklega í bröttum brekkum, það tók vel á kálfana. Við vörum öll mjög þreytt eftir þann dag svo við fórum nánast beint að sofa eftir sturtu og kvöldmat. Á þriðja degi vöknuðum við snemma til að taka allt dótið saman og löbbuðum svo um 4 km til að klára gönguna en það tók okkur cirka klukkutíma. Næst var planið að fara í „steinaklifur“ eða rock climbing og á leiðinni þangað stoppuðum við í bakaríi þar sem ég fékk mitt fyrsta pie sem smakkaðist bara nokkuð vel. Pie er nokkurs konar deig (pastry)  með kjöti og brúnni sósu inní og er mjööööög frægt hérna, allir voru hissa á því að ég hefði aldrei smakkað það áður. Svo fórum við í klifurhúsið og vorum þar í rúman klukkutíma. Á bakaleiðinni þurftum við að stoppa og hleypa mér út því ég var að fara beint til Perth að hitta alla hina skiptinemana í umdæminu. Perth er höfuðborg fylkisins sem ég bý í en þar búa 1,8 milljón manns og það tekur um 3,5 tíma að keyra þangað. Um kvöldið fórum við öll á úrslitaleik í hokkí en einn af skiptinemunum var að spila þann leik. Við fórum á ströndina, á markað í bænum, hlustuðum á nokkra fyrirlestra, kynntumst hvert öðru, spiluðum fótbolta og margt annað skemmtilegt. Þá sömu helgi smakkaði ég kengúrukjöt í fyrsta skipti!! Jafnast á við nautakjöt, svo gott er það. Núna fáum við 2 vikna skólafrí og ég og Layla erum að fara til Perth sem verður vonandi frásögu færandi og ég skrifa um það þegar ég kem til baka! Takk fyrir að lesa, bestu kveðjur frá mér! :D

Thursday, September 24, 2015

Tveir mánuðir


 Bollywood 

 Húsið

Ástralskur bolti

Skiptinemar Manjimup í blaðinu



Jæja nú eru liðnir tveir mánuðir og ég biðst afsökunar á því að vera ekki búin að blogga meira, það er búið að vera mikið að gera og tíminn líður mjög hratt! Nú er maður farin að kynnast aðeins fleiri krökkum og helgina eftir að ég skrifaði seinast fórum við Layla með 2 strákum úr skólanum sem heita Jacob og Jesse í mini golf, borðtennis, airhokkí og fleira skemmtilegt. Sömu helgi var mér boðið í Bollywood party hjá einni vinkonu sem heitir Raghavi og er frá Indlandi en hefur búið hérna síðan hún man eftir sér. Foreldrar hennar voru að halda þetta og hún fékk að bjóða mér með. Þetta var mjög skemmtileg upplifun og það voru indverskir kjólar, matur og allur pakkinn. Á mánudeginum fór ég svo á Rótary fund en það er búist við því að við komum í hverri viku á fund. Það er þó í góðu lagi þar sem fólkið er mjög fínt og við Layla erum saman. Á þriðjudeginum prufaði ég svo skvass með sömu strákum og það var mjög fínt, öðruvísi en ég hélt, maður þarf að læra tæknina en gaman að prufa J Svo erum við Layla búnar að fara að horfa á ástralskan fótbolta tvær helgar í röð og seinni helgin var úrslit og þá voru til dæmis strákar úr okkar árgangi að spila. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þessa íþrótt þegar maður er búin að læra aðeins á reglurnar. Svo er ég búin að fara á ostagerðarnámskeið sem var frekar spes og langdregið en góð reynsla engu að síður, við fórum í leikhús, ég fór út í fótbolta með nokkrum strákum sem var alveg nauðsynlegt fyrir mig því ég sakna þess alveg  afskaplega mikið, horfði í fyrsta sinn á leik af netball þar sem vinkona mín Jordy var að spila en hún mun koma til Íslands í janúar sem skiptinemi, og margt fleira. Í seinustu viku fór ég svo í heldur betur spennandi göngu með áfanga í skólanum og til Perth að hitta alla skiptinemana í þessu umdæmi. Ég ætla að gera sér bloggfærslu um það tvennt sem kemur vonandi bráðlega! Svo var fyrsta fótboltaæfing tímabilsins í gær og það var ekki minna en 25 stiga hiti, sól og logn. Eins og þið getið ímyndað ykkur var stelpan frá Íslandi auðvitað að þrauka í gegnum veðrið og svitnaði eins og ég veit ekki hvað. En það var frábært að komast loksins á alvöru æfingu en við æfum stelpur og strákar blandað svo það er nýtt og skemmtilegt og ætti að geta bætt leikinn hjá manni J Annars er allt voða gaman og gott hérna down under og frí er ekki langt undan en við fáum 2 vikur í frí sem byrja á morgun. Þá förum við Layla til Perth og ætlum að skoða okkur aðeins um. Ég er mjög ánægð hérna og ég var ekkert smá glöð eftir æfingu gærdagsins því ég sé fram á  gott og skemmtilegt tímabil.
Og talandi um fótbolta þá er kjellan orðin Íslandsmeistari með FH, frábær hópur sem ég er mjög stolt af að vera hluti af!! Já heyrðu gleymdi líka að segja ykkur að við vorum í blaðinu!! Tékkið á myndunum að ofan J Annars þakka ég fyrir lesturinn, ég er að hugsa um að skella í eitt stykki myndaalbúm á facebook fyrir fólk sem er áhugasamt um lífið hérna og svo getið þið líka followað mig á instagram og addað mér á snapchat ef vilji er fyrir hendi en ég er snaedisloga á báðu ;)

Bestu kveðjur, Snædís :D