Friday, September 25, 2015

CAPE TO CAPE + PERTH

Við Molly eftir 8klst göngu



Útsýnið

Skiptinemarnir í vestur Ástralíu 

Við Layla með trúnaðarmanninum okkar Paul og Ross sem er yfir öllu 

Miðvikudaginn 16 september lagði ég af stað ásamt nokkrum krökkum úr skólanum í þriggja daga göngu. Svæðið heitir Cape to Cape og er nokkuð þekkt gönguleið hérna í vestur Ástralíu. Við byrjuðum á því að fara með rútu að dropasteinshelli þar sem við fengum smá leiðsögn og skoðuðum okkur um. Eftir það byrjuðum við að labba af stað og löbbuðum í um það bil einn og hálfan tíma eða um 4-5km í sól og blíðu. Útsýnið var alveg fáránlega fallegt og við tókum öll fullt af myndum. Svo lá leiðin á tjaldsvæðið þar sem við settum um tjöldin okkar og elduðum kvöldmat. Næsti dagur var ætlaður mikilli göngu en við löbbuðum um 30km og vorum að í 8 klst. Þann dag var virkilega heitt og sólin skein allan tímann. Stígarnir sem labbað er á eru misjafnir en stundum var skógur, stundum vegur og stundum sandur. Það var lang erfiðast að labba í sandinum og sérstaklega í bröttum brekkum, það tók vel á kálfana. Við vörum öll mjög þreytt eftir þann dag svo við fórum nánast beint að sofa eftir sturtu og kvöldmat. Á þriðja degi vöknuðum við snemma til að taka allt dótið saman og löbbuðum svo um 4 km til að klára gönguna en það tók okkur cirka klukkutíma. Næst var planið að fara í „steinaklifur“ eða rock climbing og á leiðinni þangað stoppuðum við í bakaríi þar sem ég fékk mitt fyrsta pie sem smakkaðist bara nokkuð vel. Pie er nokkurs konar deig (pastry)  með kjöti og brúnni sósu inní og er mjööööög frægt hérna, allir voru hissa á því að ég hefði aldrei smakkað það áður. Svo fórum við í klifurhúsið og vorum þar í rúman klukkutíma. Á bakaleiðinni þurftum við að stoppa og hleypa mér út því ég var að fara beint til Perth að hitta alla hina skiptinemana í umdæminu. Perth er höfuðborg fylkisins sem ég bý í en þar búa 1,8 milljón manns og það tekur um 3,5 tíma að keyra þangað. Um kvöldið fórum við öll á úrslitaleik í hokkí en einn af skiptinemunum var að spila þann leik. Við fórum á ströndina, á markað í bænum, hlustuðum á nokkra fyrirlestra, kynntumst hvert öðru, spiluðum fótbolta og margt annað skemmtilegt. Þá sömu helgi smakkaði ég kengúrukjöt í fyrsta skipti!! Jafnast á við nautakjöt, svo gott er það. Núna fáum við 2 vikna skólafrí og ég og Layla erum að fara til Perth sem verður vonandi frásögu færandi og ég skrifa um það þegar ég kem til baka! Takk fyrir að lesa, bestu kveðjur frá mér! :D

No comments:

Post a Comment